Samkeppni AIUTA um listaverk

AIUTA alþjóðleg samtök U3A félaga efna nú í vor aftur til samkeppni meðal félagsmanna um listaverk undir yfirskriftinni. Art for a new stage in life.

Listaverkin geta verið í eftirtöldum  átta flokkum:

  1. Ljóð
  2. Teikning eða málverk
  3. Sköpun
  4. Söngur
  5. Ljósmyndun
  6. Dans
  7. Tíska/fatahönnun/búningahönnun
  8. Tölvutækni.

Á síðasta ári tók Júlía Leví, félagskona í U3A Reykjavík þátt í sambærilegri keppni og fékk gullviðurkenningu fyrir vatnslitamynd sína.

Þeir sem vilja taka þátt eða fá frekari upplýsingar geta sent póst á u3areykjavik@gmail.com.

Scroll to Top
Skip to content