Vöruhús tækifæranna komst í úrslit

SilverEco and ageing well international awards 2019, finalist. u3a.is

Nú liggja úrslitin fyrir í hinni alþjóðlegu keppni Silver Eco and Aging Well um viðurkenningu fyrir verkefni sem miða að lausnum, þjónustu, nýsköpun og öðru því sem best getur leitt til farsællar öldrunar. U3A Reykjavík sótti þar um viðurkenningu fyrir hugmynd, hönnun og útfærslu á Vöruhúsi tækifæranna (Warehouse of Opportunities) sem náði þeim frábæra árangri að vera valið í úrslitahópinn, en af 45 tilnefndum verkefnum hlutu þrjú viðurkenningu og átján önnur voru valin til úrslita, þeirra á meðal Vöruhús tækifæranna.

Eftir að alþjóðleg dómnefnd hafði metið verkefnin og einstaklingum boðið að greiða atkvæði voru úrslitin kynnt við hátíðlega athöfn í Tókýó þann 13. júní síðastliðinn og má sjá niðurstöðuna á slóðinni:

https://www.silvereco.org/awards/and-the-winners-are/

Sjá yfirlit yfir keppnina 2019 HÉR:

Verkefnin þrjú sem hlutu viðurkenningu voru: Assistep frá Noregi – hjálparbúnaður við að ganga upp og niður stiga, Rent a Rentner frá Sviss – miðlunarvefur sem tengir fólk þvert á kynslóðir til að vinna gegn leiða og einmanaleika og Moto Tiles frá Danmörku – kerfi til ánægjulegrar líkamlegrar endurhæfingar.

U3A Reykjavík er mikill heiður að því að Vöruhús tækifæranna var valið til úrslita (finalist) í harðri samkeppni frábærra verkefna. Það gefur vöruhúsunum – https://vöruhús-tækifæranna.is og https://warehouseofopportunities.eu – byr undir báða vængi til að gegna því hlutverki sem þeim er ætlað, að tengja fólk á árunum eftir fimmtugt við tækifæri til nýrra dáða, virkni og ánægjulegra verkefna.

U3A Reykjavík þakkar öllum sem hafa stutt við þróun þessarar hugmyndar, sem er afurð tveggja Erasmus+ verkefna, BALL og Catch the BALL.

Scroll to Top
Skip to content