Vorferð U3A Reykjavík á Reykjanes

Vorferð U3A Reykjavík var farin á Reykjanes þriðjudaginn 31. maí. Það voru 25 félagsmenn sem héldu af stað og létu ekki rigningarspá hindra sig í að taka þátt. Leiðsögumaður var Hjálmar Waag Árnason sem er geysifróður um svæðið. Fyrst var staldrað við og gengið um hverasvæðið í Seltúni við Krýsuvík. Næst var gengið að jaðri nýja hraunsins sem enn gufar upp af. Eftir hádegisverð í Grindavík var ekið um Þórkötlustaðanes, Hafnir og að Ásbrú þar sem Hjálmar miðlaði okkur af þekkingu sinni um nýtingu og uppbyggingu á svæðinu eftir að herstöðin var aflögð og íslenska ríkið tók við byggingum og framkvæmdum.  Hæst ber eins og alltaf í ferðum sem þessum góða samveru, gleði og félagsskap þátttakenda í ferðinni.

Scroll to Top
Skip to content