Viðburðir í febrúar
Stjórn U3A Reykjavík hefur sett upp spennandi fyrirlestraröð í febrúar eins og endranær. Þriðjudaginn 2. febrúar heldur Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur erindi um Innflytjendalandið Ísland sem hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu innflytjenda. 9. febrúar ætlar Jón Björnsson, sálfræðingur sem er félagsmönnum að góðu kunnur að flytja erindi sem hann nefnir Drekabollinn og 16. febrúar fáum við til okkar Kristin R. Ólafsson með erindi um Tengsl Íslands og Spánar. Síðasta þriðjudag í febrúar eða þann 23. eigum við von á að Ragnar Axelsson, ljósmyndari komi til okkar með fyrirlestur um Hetjur norðursins. Stjórnin hvetur félagsmenn til að fylgjast með þessum áhugaverðu fyrirlestrum. Viðburðir í febrúar verða því fjölbreytilegar eins og oftast.
Staðsetning
Dagur
- 28.02.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30