Töfrar næturhiminsins

Þriðjudaginn 14. nóvember kemur Sævar Helgi Bragason til okkar í Hæðargarð og fræðir okkur um töfra næturhiminsins.

Hvað sést á himninum yfir Íslandi? Hvað eru stjörnurnar? Er ég í réttu stjörnumerki? Í erindinu verður stiklað á stóru um það sem sjá má á stjörnuhimninum yfir Íslandi. Við skoðum loftsteina og vígahnetti og margt fleira.

Sævar Helgi Bragason er rithöfundur, dagskrárgerðarmaður, fyrirlesari og alþýðufræðari. Hann er jarðfræðingur að mennt, stjörnufræðikennari og hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir framúrskarandi miðlun vísinda til almennings, sér í lagi barna. Sævar hefur gefið út fimm vísindabækur fyrir bæði börn og fullorðna. Undanfarin ár hefur hann starfað við dagskrárgerð í útvarpi (Rás 1 og Rás 2) og sjónvarpi þar sem hann var umsjónarmaður Hvað höfum við gert? (2019) og Hvað getum við gert? (2021), þáttaraðar um loftslagsmál sem framleiddir voru af Sagafilm og sýndir á RÚV. Einnig hjá KrakkaRÚV þar sem hann sagði Krakkafréttir og hélt úti útvarpsþætti fyrir krakka um vísindi og tækni. Haustið 2020 endurvakti hann ásamt öðrum Nýjasta tækni og vísindi á RÚV. Sævar hefur mikla reynslu af lifandi og skemmtilegri fræðslu og skemmtunum um vísindi og náttúruna fyrir fólk á öllum aldri.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

14.11.2023
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content