Suðurskautslandið, lífríki, loftslagsbreytingar og leiðtogar.
Suðurskautslandið er okkur fjarlægt og lífríki þess bæði heillandi og framandi í senn. Loftslagsbreytingar ógna tilvist þessa lífríkis ekki síður en í öðrum heimshlutum.
Í erindinu mun Hafdís Hanna segja frá ferðalagi sínu til Suðurskautslandsins árið 2019 sem hún fór til í tengslum við alþjóðlegt leiðtoganám fyrir vísindakonur.
Fjallað verður sérstaklega um lífríki Suðurskautslandsins, áhrif loftslagsbreytinga á þessa fjarlægu heimsálfu og mikilvægi öflugra leiðtoga til að takast á við áskoranir mannkyns.
Hafdís Hanna Ægisdóttir er líffræðingur með doktorspróf í plöntuvistfræði frá Háskólanum í Basel í Sviss. Í yfir áratug starfaði hún sem forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna en er nú nýtekin við sem forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands.
Hún hefur einnig starfað við ráðgjöf fyrir utanríkisráðuneytið og hefur í nokkur ár verið með fasta pistla um umhverfismál á Rás 1. Í tengslum við störf sín og nám síðustu ár hefur áhugi hennar í auknu mæli beinst að mikilvægi öflugra leiðtoga fyrir umhverfi, loftslag og samfélag – með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 17.05.2022
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Hafdís Hanna Ægisdóttirforstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30