Sögulegar styttur í miðborginni – laugardagsganga 22. október kl. 11:00
U3A Reykjavík býðurnú aftur til göngu um miðborgina laugardaginn 22. október, þar sem sögulegar styttur eru skoðaðar. Leiðsögumaður er Birna Halldórsdóttir.
Upphaf göngunnar er við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.
Göngunni milli styttna í miðborg Reykjavíkur má lýsa sem göngu um evrópska og íslenska menningar- og listasögu. Stytturnar eru mikilvæg kennileiti Reykjavíkur og endurspegla sögu þjóðarinnar. Gangan hefst og henni lýkur á Arnarhóli, við styttu Ingólfs Arnarsonar, og mun taka um klukkustund. Gangan er auðveld og nóg af bekkjum á leiðinni til að fá sér sæti og hvílast. Þátttakendur geta aðeins verið 25 talsins og er því nauðsynlegt að skrá sig í gönguna. Fyrsur kemur, fyrstur fær
Gangan er ein af fimm íslenskum leiðum sem voru skráðar með Wikiloc appinu í alþjóðlega HeiM verkefninu sem U3A Reykjavík tók þátt í. Hönnuðir leiðar um sögulegar styttur í miðborginni eru Birna Halldórsdóttir, Elsa Ísfold Arnórsdóttir og Þórunn Ólafsdóttir. Nánari upplýsingar um leiðina má finna þa þessari slóð: Sögulegar styttur í miðborginni.
Gangan milli sögulegra styttna í miðborginni fylgir eftir tímalínu sögunnar og leiðir okkur milli styttna af okkar áhrifamestu persónum í sögulegu og listrænu samhengi. Listaverkin og höfundar þeirra eru stuttlega kynntir. Flestir þessara listamanna voru menntaðir í listaskólum á meginlandi Evrópu eins og má sjá af verkum þeirra og það er ekki síður áhugavert að sjá áhrif þess á íslenska menningu. Listasafn Reykjavíkur gerði árið 2019 að ári útilistaverka. Smáforriti safnsins „Útilistaverk í Reykjavík“ má hlaða niður ókeypis á snjallsíma.
Dagur
- 22.10.2022
- Útrunnið!
Tími
- 11:00 - 12:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Birna HalldórsdóttirLeiðsögumaðurBirna Halldórsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður síðan 2015 að loknu leiðsögunámi frá MK. Hún tók rútupróf 2019 og hefur síðan einnig tekið að sér ökuleiðsögn. Eftir 11 ára starf á vegum Norræna félagsins, við ferðaþjónustu, skóla- og menningartengsl, starfaði hún frá 1990 sem sendifulltrúi fyrir Alþjóða Rauða krossinn við hjálparstörf og neyðaraðstoð á stríðs- og hamfarasvæðum í Afríku, Asíu og í Karabíska hafinu á Haití. Milli sendifulltrúaferða las hún mannfræði við HÍ og stundaði ýmis störf hér á landi eða var við nám erlendis
Næsti viðburður
- Glæpasagnadrottningin Agatha Christie – Ævi og hugarheimur
-
Dagur
- 28 okt 2025
-
Tími
- 16:30