Sjöundármálin í nýju ljósi

Örlög fólksins frá Sjöundá á Rauðasandi eru vel kunn. Fólkinu þar og veröld þess hefur margsinnis verið lýst út frá sjónarhorni yfirvalda; hvernig dómsvald í nafni konungs og kirkju sá úr fjarlægð heim að Sjöundá. Í bókinni Dauðadómurinn hins vegar horft á málið frá sjónarhorni sakborningsins sjálfs, Bjarna Bjarnasyni. Gagna var aflað úr hinum skjalfesta veruleika yfirvalda en einnig sótt í náttúru, sagnir og gripi úr umhverfi Bjarna. Heimildir eru fyrir öllum atburðunum sem sagt er frá og fólkið sem kemur við sögu var til. Sagan endurspeglar líf átjándu aldar almúgamanns sem ólst upp við nýstárlegar hugmyndir upplýsingarinnar um aga, refsingar og framfarir, í bland við helvítisótta og utanbókar lærdóm á orð Guðs. Steinunn mun kynna efni bókarinnar en einnig segja frá nýjum upplýsingum sem komið hafa í ljós eftir að bókin var gefin út í nóvember á síðasta ári. Loks mun Steinunn lesa valda kafla úr henni.
Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 08.04.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Steinunn Kristjánsdóttirfornleifafræðingur
Næsti viðburður
- FERÐ TIL FÆREYJA VORIÐ 2025 – UPPBÓKAÐ
-
Dagur
- 02 jún 2025