Samverustund í Hafnarborg 9. nóvember

Menningarhópurinn stefnir að samverustund í hádegi í Hafnarborg, Hafnarfirði þriðjudaginn 9. nóvember. Þar verða tónleikar kl 12.00 þar sem Alda Ingibergsdóttir sópransöngkona syngur aríur eftir Puccini í hálfa klukkustund. Antonía Hevesi leikur undir á píanó. Sjá nánar hér.

Eftir það geta þeir sem vilja fengið sér hádegisverð saman á Krydd sem er á jarðhæðinni.

Tónleikarnir eru ókeypis en hver borgar fyrir sig á Krydd. Vinsamlegast skráið þó þátttöku ykkar svo hægt sé að panta borð á Krydd.

Tónleikasalurinn opnar kl:11.30 og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Mælst er til að gestir beri andlitsgrímur.

 

 

 

Hafnarborg, Hafnarfirði

Staðsetning

Hafnarborg, Hafnarfirði

Dagur

09.11.2021
Expired!

Tími

11:30 - 13:30

The event is finished.

Scroll to Top
Skip to content