Rússland og nágrannar
Þriðjudaginn 3. maí kl. 16:30 flytur Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra erindi um Rússland og nágranna í Hæðargarði 31, en hún var sendiherra í Moskvu frá 2016-2020.
Berglind er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið MA prófi í alþjóðasamskiptum. Hún hefur einkum starfað innan utanríkisþjónustunnar m.a. sem sendiherra í París og Moskvu. Þá hefur hún gegnt stöðu framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs og aðstoðarframkvæmdastjóra OECD . Berglind var skipuð ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu árið 1988 fyrst íslenskra kvenna og síðar var hún ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins.
Vakin er athygli á að fyrirlestrinum verður ekki streymt þessu sinni og eru félagsmenn hvattir til að mæta í sal í Hæðargarði til að hlýða á þennan áhugaverða fyrirlestur
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 03.05.2022
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Berglind Ásgeirsdóttirsendiherra
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30