Rafmagnaðir peningar

 

Ásgeir Brynjar Torfason flytur erindi um Bitcoin og rafmyntir fyrir U3A Reykjavík þriðjudaginn 1. nóvember kl. 16:30.

Svokallaðar rafmyntir eins og Bitcoin eru alls ekki nýr gjald­mið­ill heldur sveiflukenndar sýndareignir, sem eru til í þúsundum mis­mun­andi útgáf­um, sem eru alls ekki pen­ing­ar.

Þessir fjármálagjörningar eru sýndareignir sem þarf að skoða sem áhættu­sama fjár­fest­ingu þar sem hið undirliggjandi verðmæti er ákaflega óljóst. Í fyrirlestrinum verður einnig fjallað um eðli peninga og tækniþróun, ásamt því að peningakerfi landa og hið alþjóðlega fjármálakerfi verða sett í samhengi við tækniþróun og nauðsynlega umgjörð laga og reglna.

Ásgeir Brynjar Torfason er með doktorspróf í fjármálum og reikningshaldi frá Gautaborgarháskóla árið 2014 þar sem doktorsritgerð hans fjallaði um sjóðsstreymi og efnahag banka en rannsóknirnar hans þar í borg sneru einnig að fasteignum sem langtímafjárfestingu og tengir þannig fjármagnsflæði og raunhagkerfið. Eftir nám starfaði hann sem lektor í viðskiptafræði við Háskóla Ísland í fimm ár en hafði áður unnið þar í stjórnsýslunni sem skrifstofustjóri rekstrar og framkvæmdasviðs auk þess að vera fyrsti framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ. Ásgeir Brynjar lauk MBA prófi í stjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Ósló árið 2001 en upphaflega nam hann heimspeki og hagfræði við Háskóla Íslands á síðasta áratug síðustu aldar. Síðastliðinn sex ár sat Ásgeir Brynjar í fjármálaráði sem veitir óháð álit á árlegum fjármálaáætlunum og fjármálastefnu hverrar ríkisstjórnar um opinber fjármál sem saman mynda vissa umgjörð stefnumörkunar fyrir gerð fjárlaga hvers árs.

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

01.11.2022
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content