„Nú var þessi fógeti víst föðurnefnan þín…: Byggðastefna og þéttbýli á Íslandi“.

Þriðjudaginn 17. september  kl. 16:30 kemur prófessor Þóroddur Bjarnason í Hæðargarð og ætlar að fjalla um upphaf Reykjavíkur út frá samtíma hugmyndum um byggðaþróun og kallar hann fyrirlesturinn  „Nú var þessi fógeti víst föðurnefnan þín…: Byggðastefna og þéttbýli á Íslandi“.

Þóroddur Bjarnason er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk bakkalárprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands (1991), meistaraprófi í gagnagreiningu félagsvísinda frá University of Essex (1995) og doktorsprófi í félagsfræði frá University of Notre Dame í Bandaríkjunum (2000). Hann starfaði áður sem lektor við State University of New York í Albany (2000-2004) og sem prófessor við Háskólann á Akureyri (2004-2021). Þóroddur hefur rannsakað byggðaþróun á Íslandi í tuttugu ár og birt fjölda rannsókna um það efni á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Meðal viðfangsefna þeirra rannsókna má nefna samfélagsleg áhrif jarðganga, búferlaflutninga hinsegin fólks, áhrif fjölskyldu og vina á búsetuánægju, áhrif slúðurs á byggðafestu, áhrif fjarnáms og svæðisbundinna háskóla á menntunarstig, orsakir fólksfjölgunar á Selfossi, innflytjendur í dreifbýli og saga millilandaflugs um Akureyrarflugvöll.  Þóroddur hefur jafnframt komið að stefnumótun á sviði byggðaþróunar með ýmsu móti, meðal annars sem stjórnarformaður Byggðastofnunar á árunum 2011-2015 og formaður tveggja starfshópa sjávarútvegsráðherra um samfélagslegan hluta kvótakerfisins.

Staðsetning

Hæðargarður 31

Dagur

17.09.2024
Expired!

Tími

16:30 - 18:00

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content