Árni Björnsson fjallar um Richard Wagner og tilurð Niflungahrings, fyrirmyndir sem hann sótti til íslenskra fornrita. Sýnt verður fram á greinilega samsvörun við Völsungu, Eddur og fleira. Loks nokkur orð um hugsanlega skýringu á því að þessar sagnir varðveittust betur á Íslandi en annarstaðar.

Allir eru velkomnir.  Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn

Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 16:30 þriðjudaginn 3. mars 2020.

Skráning nauðsynleg

Skrá mig hér

Æviágrip Árni björnsson: Fæddur í Dölum vestur 1932. Stúdent frá MR 1953. Cand.mag. frá HÍ 1961, Dr. í menningarsögu frá sama skóla 1995. Fulltrúi SHÍ hjá IUS í Prag 1956-57. Sendikennari við þýska háskóla 1961-65. Styrkþegi hjá Árnastofnun og kennari við MR 1965-68. Við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns 1969-2000. Hefur samið nokkrar bækur um menningarsöguleg efni.