Matur & hreyfing, lífsins elexír

Þriðjudaginn 17. janúar heldur Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur erindi sem hún nefnir: Matur & hreyfing, lífsins elexír. Hún fjallar um áhrif fæðuvals og hreyfingar á líðan og færni þegar komið er á þriðja æviskeiðið. Lífsstílsþættir eins og matur og hreyfing eru mikilvægir alla ævi en það sem margir gera sér ekki grein fyrir að þegar komið er inn á þriðja æviskeiðið skiptir matur og hreyfing mjög miklu máli hvað varðar viðhald líkamlegrar og andlegrar færni.

Ólöf (f. 1968) er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni Ólafar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra og aldurstengt færnitap. Einnig hefur hún komið að ráðleggingum um mat og næringu eldri aldurshópa í samvinnu við Landlæknisembættið. Ólöf var tilnefnd 2018 sem framtíðar vísindamaður innan öldrunarrannsókna af norræna Öldrunarfræðifélaginu og norræna Öldrunarlæknafélaginu.

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

17.01.2023
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content