Matur & hreyfing, lífsins elexír

Þriðjudaginn 17. janúar heldur Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur erindi sem hún nefnir: Matur & hreyfing, lífsins elexír. Hún fjallar um áhrif fæðuvals og hreyfingar á líðan og færni þegar komið er á þriðja æviskeiðið. Lífsstílsþættir eins og matur og hreyfing eru mikilvægir alla ævi en það sem margir gera sér ekki grein fyrir að þegar komið er inn á þriðja æviskeiðið skiptir matur og hreyfing mjög miklu máli hvað varðar viðhald líkamlegrar og andlegrar færni.
Ólöf (f. 1968) er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni Ólafar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra og aldurstengt færnitap. Einnig hefur hún komið að ráðleggingum um mat og næringu eldri aldurshópa í samvinnu við Landlæknisembættið. Ólöf var tilnefnd 2018 sem framtíðar vísindamaður innan öldrunarrannsókna af norræna Öldrunarfræðifélaginu og norræna Öldrunarlæknafélaginu.

Staðsetning
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031Dagur
- 17.01.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Ólöf Guðný Geirsdóttirnæringarfræðingur
Næsti viðburður
- Ullarævintýri – vorferð U3A Reykjavík 7. júní
-
Dagur
- 07 jún 2023
Warning: Undefined array key "display_credit_url" in /var/www/virtual/u3a.is/htdocs/wp-content/plugins/modern-events-calendar/app/libraries/skins.php on line 2352