Hvað skilar góðu þriðja æviskeiði?
Þriðjudaginn 14. maí 2024 kl. 16:30 kemur Tryggvi Pálsson, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri til okkar í Hæðargarði 31 og flytur okkur erindi sem hann nefnir: Hvað skilar góðu þriðja æviskeiði.
Markmiðið erindisins er að örva umhugsun um þriðja æviskeiðið og fá fram fjöruga umræðu. Það gerir Tryggvi með persónulegum pælingum sínum um hvað skili góðu þriðja æviskeiði. Hvaða viðhorf og venjur hjálpa? Hvers vegna er skynsamlegt að hjálpa snemma og njóta snemma? Á maður að sitja á arfinum eða nýta hann? Hvað villtu verða á þriðja æviskeiðinu?
Tryggvi Pálsson, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri, er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann lauk síðan meistaragráðu í þjóðhagfræði frá London School of Economics 1975. Eftir framhaldsnám við Queen Mary College hóf hann 1976 störf hjá Landsbanka Íslands; stýrði hagfræði- og áætlanadeild og síðar fjármálasviði. Hann hefur allar götur síðan verið virkur sem stjórnandi í íslensku fjármálalífi m.a. bankastjóri í Verslunarbankanum og síðan Íslandsbanka og síðast sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands fram til ársins 2011 þegar hann hætti fastri dagvinnu. Hann hefur setið og gegnt formennsku í stjórnum í íslensku banka- og fjármálakerfi auk fjölmargra nefndar- og félagstarfa. Samhliða hefur Tryggvi sinnt margs konar kennslu á háskólastigi m.a. þjóðhagfræði og bankafræði í meistaranámi og um góða stjórnarhætti. Á síðustu árum hefur hann komið að þróun og kennslu námsleiðarinnar Magnavita við Opna háskóla HR þar sem lífið á þriðja æviskeiðinu er rýnt og rætt.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 14.05.2024
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Tryggvi PálssonHagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri
Tryggvi Pálsson, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri, er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann lauk síðan meistaragráðu í þjóðhagfræði frá London School of Economics 1975. Eftir framhaldsnám við Queen Mary College hóf hann 1976 störf hjá Landsbanka Íslands; stýrði hagfræði- og áætlanadeild og síðar fjármálasviði. Hann hefur allar götur síðan verið virkur sem stjórnandi í íslensku fjármálalífi m.a. bankastjóri í Verslunarbankanum og síðan Íslandsbanka og síðast sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands fram til ársins 2011 þegar hann hætti fastri dagvinnu. Hann hefur setið og gegnt formennsku í stjórnum í íslensku banka- og fjármálakerfi auk fjölmargra nefndar- og félagstarfa. Samhliða hefur Tryggvi sinnt margs konar kennslu á háskólastigi m.a. þjóðhagfræði og bankafræði í meistaranámi og um góða stjórnarhætti. Á síðustu árum hefur hann komið að þróun og kennslu námsleiðarinnar Magnavita við Opna háskóla HR þar sem lífið á þriðja æviskeiðinu er rýnt og rætt
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30