Kína: Sögur móta manninn
Þriðjudaginn 22. febrúar kl. 16:30 mun Hjörleifur Sveinbjörnsson fræða okkur um kínverska menningu og listir í erindi sem hann kallar Kína: Sögur móta manninn.
Titillinn á að vísa til þess að öldum saman rötuðu anekdótur, dæmisögur og síðar skáldverk til ólæsrar alþýðu manna í gegnum flutning á tehúsum, síðar Peking-óperunni og enn síðar kvikmyndum og þáttaröðum. Þessi sterka hefð hefur mótað upplifun fólks og búið til sameiginlegan skilning á eigin sögu.
Hjörleifur Sveinbjörnsson stundaði ýmis störf til sjós og lands að loknu stúdentsprófi. Hann fékk kínverskan námsstyrk 1976 og stundaði nám í kínversku í eitt ár við Tungumálaskóla Beijingborgar, en síðan tók við fjögurra ára háskólanám við Pekingháskóla í kínversku og kínverskum og asískum bókmenntum, sem lauk með BA-prófi í þessum greinum 1981.
Eftir heimkomu hefur hann þýtt Villta svani eftir Jung Chang, tekið saman sýnisbók kínverskra frásagnarbókmennta, Apakóngur á Silkiveginum (2008), en fyrir þá bók hlaut Hjörleifur Íslensku þýðingarverðlaunin 2009. Nú síðast liggur eftir hann bókin Meðal hvítra skýja (2021), en sú bók er þýðing á stuttum kvæðum og vísum frá Tang-tímanum (618-907). Hjörleifur hefur einnig kennt ýmis námskeið um kínversk málefni við HÍ, HR, Endurmenntun háskólans, Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 22.02.2022
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Hjörleifur Sveinbjörnssonþýðandi
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30