Kína: Sögur móta manninn

Þriðjudaginn 22. febrúar kl. 16:30 mun Hjörleifur Sveinbjörnsson fræða okkur um kínverska menningu og listir í erindi sem hann kallar Kína: Sögur móta manninn.

Titillinn á að vísa til þess að öldum saman rötuðu anekdótur, dæmisögur og síðar skáldverk til ólæsrar alþýðu manna í gegnum flutning á tehúsum, síðar Peking-óperunni og enn síðar kvikmyndum og þáttaröðum. Þessi sterka hefð hefur mótað upplifun fólks og búið til sameiginlegan skilning á eigin sögu.

Hjörleifur Sveinbjörnsson stundaði ýmis störf til sjós og lands að loknu stúdentsprófi. Hann fékk kínverskan námsstyrk 1976 og stundaði nám í kínversku í eitt ár við Tungumálaskóla Beijingborgar, en síðan tók við fjögurra ára háskólanám við Pekingháskóla í kínversku og kínverskum og asískum bókmenntum, sem lauk með BA-prófi í þessum greinum 1981.

Eftir heimkomu hefur hann þýtt Villta svani eftir Jung Chang, tekið saman sýnisbók kínverskra frásagnarbókmennta, Apakóngur á Silkiveginum (2008), en fyrir þá bók hlaut Hjörleifur Íslensku þýðingarverðlaunin 2009. Nú síðast liggur eftir hann bókin Meðal hvítra skýja (2021), en sú bók er þýðing á stuttum kvæðum og vísum frá Tang-tímanum (618-907). Hjörleifur hefur einnig kennt ýmis námskeið um kínversk málefni við HÍ, HR, Endurmenntun háskólans, Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík

Dagur

22.02.2022
Expired!

Tími

16:30
Sold out!
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content