Jólafundur U3A Reykjavík 8. desember

Jólafundurinn verður haldinn í sal á veitingastaðnum Nauthól fimmtudaginn 8. desember kl. 15:00.

Arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson koma á fundinn og kynna bók sína Straumar frá Bretlandseyjum – Rætur íslenskrar byggingarlistar. Bókin er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis Hjördísar og Dennis. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag.

Samkvæmt venju á jólafundi fáum við kaffi og meðlæti og það verður tími fyrir samveru og spjall.

Aðgangseyrir er kr.3.500.- sem greiðist inn á reikning U3A Reykjavík,
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.
Vinsamlegast merkið greiðsluna með kennitölu greiðanda.

með kveðju frá stjórn

U3A Reykjavík

Nauthóll

Staðsetning

Nauthóll
Nauthólsvegur 106, 101 Reykjavík
Website
https://www.nautholl.is/

Dagur

08.12.2022
Expired!

The event is finished.

Fyrirlesarar

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content