Jákvæð sálfræði, rannsóknir og nýting
Þriðjudaginn 18. janúar 2022, kl.16:30, heldur dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir fyrirlestur um Jákvæða sálfræði, rannsóknir og nýtingu. Strax árið 1954 benti Abraham Maslow á að sálfræðinni hefði tekist mun betur að eiga við það neikvæða en það jákvæða í fari fólks. Sálfræðin hefði kennt okkur margt um vankanta og veikleika, en minna um valkosti, styrk og markmið. Hugmyndin var endurvakin á árunum fyrir aldamótin síðustu og þessa öldina hefur fræðigreinin lagt aukna áherslu á jákvæða sálfræði. Spyrja má hvort þörf sé á námi í jákvæðri sálfræði, hvort rannsóknir séu það viðamiklar að þær bæti þekkinguna, hvort þessi fræði eigi erindi til almennings og hvert jákvæða sálfræðin leiðir okkur.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Hún lauk kandídatsprófi í sálfræði við Háskólann í Árósum 2007 og fékk starfsleyfi sem sálfræðingur hérlendis sama ár. Árið 2016 varði hún doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Hamingja og vellíðan á tímum efnahagsþrenginga á Íslandi. Árið 2014 var Dóra kosin forseti Evrópusamtaka um jákvæða sálfræði.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 18.01.2022
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Dóra Guðrún Guðmundsdóttirsálfræðingur
Næsti viðburður
- Haustferð U3A félaga til Istanbul, Konya, Efesus og Kappadokíu
-
Dagur
- 15 sep 2024