Heimsókn menningarhóps á Hótel Holt

Menningarhópur efnir til heimsóknar á Hótel Holt

Næsti viðburður menningarhóps verður á Hótel Holti þann 23. nóvember kl. 15.30. Þar munum við fá kynningu á listaverkum hótelsins og enda svo á kaffi og spjalli um listaverkin o.fl. Heimsóknin kostar Kr. 3.200.- og kaffið er innifalið í þeirri upphæð. Hópurinn getur mest verið 25 manns.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 18. nóvember svo hægt sé að láta hótelstarfsfólk vita um fjölda með góðum fyrirvara og greiðið síðan inn á reikning U3A Reykjavík, sjá hér neðst.

Athugið!

Vart hefur orðið við misskilning um eðli menningarhópsins, hann er ekki lokaður eins og aðrir hópar U3A heldur eru viðburðir auglýstir á vef og í pósti og allir sem eru félagar í U3A geta skráð sig. Fjöldatakmarkanir ráðast af aðstæðum á þeim stað sem við heimsækjum og ákvörðunum þeirra sem taka á móti, þannig að fyrstir koma fyrstir fá.

Með bestu kveðju frá stýrihópi.

U3A Reykjavík.
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.
Vinsamlegast merkið greiðsluna með kennitölu greiðanda.

Dagur

23.11.2022
Expired!
Uppbókað!

The event is finished.

Scroll to Top
Skip to content