Heimsókn í Viðey 11. september

U3A Reykjavík efnir til heimsóknar í Viðey undir stjórn nýs menningarhóps laugardaginn 11. september. Siglt verður með ferjunni frá Skarfabakka kl. 13:15. Í Viðey tekur á móti hópnum leiðsögumaður  sem rekur söguna og leiðir hópinn m.a. að gamla skólahúsinu á eynni. Að göngu lokinni geta þeir sem vilja fengið sér kaffi í Viðeyjarstofu og greiðir þar hver fyrir sig.

Verð fyrir ferðina er 3.500 kr. fyrir leiðsögn og fargjald í ferjuna.
Frekari upplýsingar og skráning verður send félagsmönnum í tölvupósti.

Heimför áætluð 16:30.

Eyjan er afar gróð­ur­sæl og var öldum saman talin ein besta bújörð lands­ins. Þar bjuggu mennta­menn og áhrifa­menn í íslensku sam­fé­lagi og þar sjást enn ummerki túna og hlað­inna garða. Eyjan skipt­ist í tvo hluta, Heimaey og Vesturey sem tengj­ast með Eiðinu. Á austurhluta Heimaeyjar er að finna rústir þorps frá tímum Milljónafélagsins þegar útgerð og mann­líf stóð þar í miklum blóma. Nú standa þar eftir aðeins tvær bygg­ingar og rústir einar sem minna á liðna tíma. Á Heimaey standa ein elstu hús lands­ins, Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa sem áður hýstu heldri fjöl­skyldur en eru nú opin almenn­ingi og þar er einnig rek­inn veit­inga­staður. Sagan drýpur af hverju strái í Viðey en eyjan er jafn­framt útivista­svæði í eigu Reykvíkinga og öllum er vel­komið að koma og njóta kyrrðar og nátt­úru eyjarinnar (texti fenginn af heimasíðu Borgarsögusafns).


Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík

Dagur

11.09.2021

Tími

13:15

Verð

ISK6
Sold out!
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top Skip to content