Heimsókn í Sjóminjasafnið

Menningarhópur

Næsti fundur menningarhóps verður á Sjóminjasafninu, Grandagarði 8, þann 14. mars kl:14.00. Þar fáum við kynningu um sýninguna Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár. Eftir það setjumst við niður með kaffi og kleinu og ræðum það sem fyrir augun bar á safninu. Þau ykkar sem eiga Menningarkort Reykjavíkur borga ekkert inn á safnið, en munið að hafa kortið með ykkur! Ef þið eigið ekki slíkt kort þá er hægt að kaupa það á staðnum, það kostar 1.800 eða jafn mikið og ein heimsókn á safnið. Það gildir til æviloka inn á öll söfn borgarinnar.

Safnið geymir ótal sögur sem fjalla um þessa mikilvægu atvinnuhætti þjóðarinnar í fortíð og nútíð og hvernig sambýlið við hafið hefur mótað sögu okkar og menningu. Einnig er þar fengist við málefni sem eru aðkallandi nú, svo sem um sjálfbærni fiskveiða og umhverfisþætti hafsins.

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst svo hægt sé að láta safnið vita um fjöldann.

Kaffi og kleina kosta 500 krónur sem greiðast inn á reikning U3A um leið og þið skráið ykkur.

Reikningur: 301-26-011864

Kt: 430412-0430

Með kveðju frá stýrihópi,

Ingibjörg Ásgeirsdóttir

Sjóminjasafnið

Staðsetning

Sjóminjasafnið
Grandagarður 8

Dagur

14.03.2024
Expired!

Tími

14:00
Uppbókað!

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content