Harðstjórn verðleikanna.

Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 kl. 16:30 flytur Vilhjálmur Árnason fyrirlestur í Hæðargarði 31 sem hann nefnir: Harðstjórn verðleikanna.

Reifaðar eru hugmyndir heimspekingsins Michaels Sandel í bókinni The Tyranny of Merit (2021) og þær settar í samhengi við réttlætishugmyndir almennt og íslenskt samfélag.

Hugmyndin um að hver og einn eigi að njóta verðleika sinna er almennt viðtekin sem gagnlegt leiðarljós í réttlætisbaráttu og hefur verið lykilstef í pólitískri orðræðu undanfarinna áratuga. Sandel og fleiri heimspekingar hafa þó gagnrýnt verðleikahugmyndina, því þótt hún hafi gegnt mikilvægu sögulegu hlutverki þá sé hún nú á dögum notuð til að draga fjöður yfir ójöfnuð og ranglæti. Raunar eru færð rök fyrir því að verðleikahugmyndin sé skaðleg í margvíslegu samhengi og eigi þátt í þeirri kulnun sem fylgir fullkomnunaráráttu og frammistöðukröfum samtímans.

Vilhjálmur Árnason lét nýlega af störfum sem prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Meðal ritverka hans er bókin Farsælt líf, réttlátt samfélag (Heimskringla 2008). Nýjasta bók Vilhjálms er 3. útgáfa Siðfræði lífs og dauða (2023).

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

27.02.2024
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content