Gervigreind í þína þágu
Þriðjudaginn 17. október kemur Hafsteinn Einarsson, lektor við HÍ til okkar í Hæðargarð og fræðir okkur um gervigreind. Að þessu sinni hefst fyrirlesturinn 17:15 en það verður opið í Hæðargarði og heitt á könnunni frá kl. 16:30.
Ör þróun gervigreindar og þá sérstaklega spjallmenna á borð við ChatGPT hefur farið fram hjá fáum síðan chatGPT var fyrst gefið út þann 30. nóvember árið 2022. Notendur voru fljótir að átta sig á virðinu sem þessi tækni skapar og endurspeglaðist það í hröðum notendavexti en milljón notendum var náð einungis fimm dögum eftir útgáfu og í dag eru sumir jafnvel fljótari að grípa í chatGPT en leitarvélar eins og Google þegar leita þarf upplýsinga eða leysa verkefni. En af hverju gerðist þetta svona hratt, hvað er nýtt við þessa tækni, hvernig getur hún hjálpað okkur í daglegu lífi og hvað ber að varast?
Skráum okkur á fyrirlesturinn og sjáumst þann 17. október í Hæðargarði 31.
Hafsteinn Einarsson er lektor á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 17.10.2023
- Expired!
Tími
- 17:15
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Hafsteinn Einarssonlektor við HÍ
Næsti viðburður
- Heimsókn í Lyfjafræðistofnun og Ráðagerði
-
Dagur
- 23 sep 2024
-
Tími
- 11:00