Febrúarfundur menningarhópsins

Febrúarfundur menningarhópsins 9. febrúar kl. 13.30 í Múlakaffi

Febrúarfundur menningarhópsins verður haldinn á Múlakaffi, Hallarmúla 1, föstudaginn  9. febrúar kl.13.30.

Þar munum við borða saman þorramat og fræðast um ýmislegt sem tengist þorranum. Samkoman hefst með því að Árni Björnsson þjóðháttafræðingur mun segja okkur frá siðum og venjum á þorra og þorrablótum á ýmsum tímum. Eftir erindi Árna fáum við stutta kynningu á matnum og síðan göngum við til borðs og gæðum okkur á þessum rammíslenska mat. Við erum því að borða nokkuð síðbúinn hádegismat en þannig fáum við salinn fyrir okkur.

Maturinn kostar kr.6.900 sem greiðist inn á reikning U3A 0301-26-011864. Kt: 430412-0430.

Kaffi er innifalið en aðra drykki en vatn greiðir hver fyrir sig.

Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst svo hægt sé að láta veitingahúsið vita um fjölda með góðum fyrirvara.

Með bestu kveðju frá stýrihópi,

Ingibjörg Ásgeirsdóttir

 

Múlakaffi

Staðsetning

Múlakaffi
Hallarmúla 1, 108 Reykjavík

Dagur

09.02.2024
Expired!

Tími

13:30

The event is finished.

Fyrirlesari

  • Árni Björnsson
    Árni Björnsson
    þjóðháttafræðingur

    Fæddur í Dölum vestur 1932. Stúdent frá MR 1953. Cand.mag. frá HÍ 1961, Dr. í menningarsögu frá sama skóla 1995. Fulltrúi SHÍ hjá IUS í Prag 1956-57. Sendikennari við þýska háskóla 1961-65. Styrkþegi hjá Árnastofnun og kennari við MR 1965-68. Við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns 1969-2000. Hefur samið nokkrar bækur um menningarsöguleg efni.

Scroll to Top
Skip to content