Endurvinnslumál – Pure North Recycling, Hveragerði

Plastmengun er alvarlegt og sívaxandi umhverfisvandamál af mannavöldum. Hún hefur áhrif á vistkerfið, ekki síst vistkerfi hafsins. Þriðjudaginn 15. febrúar 2022, kl. 16:30, fjallar Sigurður Halldórsson um endurvinnslumál. Sigurður Halldórsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Pure North Recycling, fyrirtækisins í Hveragerði sem endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum. Þetta er eina fyrirtækið á landinu sem endurvinnur plast að fullu og vinnsluaðferð Pure North Recycling er einstök á heimsvísu, umhverfisvæn og byggir á íslensku hugviti. Sigurður hefur jafnframt kynnt sér feril endurvinnsluplastsins okkar, þið munið íslenska plastúrganginn sem fannst í Svíþjóð.

Markmið endurvinnslunnar Pure North Recycling er að plast verði aftur að plasti, vinnslan hafi sem minnst eða ekkert kolefnisspor og engin kemisk efni notuð við vinnsluna. Við, eins og aðrar þjóðir, þurfum að verða sjálfbær og endurvinna okkar plast. Hvernig skyldi staðan vera á íslenska hringrásarhagkerfinu og hvert er framlag Pure North Recycling.

Pure North Recycling fékk Bláskelina 2021, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn við plastvandanum og gott fordæmi.

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

15.02.2022
Expired!

Tími

16:30 - 18:00

The event is finished.

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content