Eldvirkni á Reykjanesskaga

Þriðjudaginn 18. október kl. 16:30 kynnir og ræðir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur eldvirkni á Reykjanesskaga. Fyrirlesturinn verður  að venju í Hæðargarði 31 og þið öll í U3A velkomin. Jafnframt verður fyrirlestrinum streymt á Zoom.

Í fyrirlestrinum verður farið stuttlega yfir jarðfræðilega legu og eldgosasögu Reykjanesskagans, framvindu eldgosa Fagradalsfjallselda, nefnilega gosin í Geldingadölum 2021 og Meradölum 2022, og þær hættur sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna framtíðargosa í skaganum.

Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Sérþekking á nútíma eldgosum og eldvirkni á virkum heitum reitum (t.d. Íslandi, Hawaii) er undirbyggð af víðtækri reynslu í rannsóknum á gömlum og kulnuðum eldstöðvarkerfum víðsvegar um jörðina, allt frá Upphafsöld tíl Nýlífsaldar. Þorvaldur hefur rannsakað íslensk eldfjöll í rétt tæpa fjóra áratugi og verið leiðandi í rannsóknum á eðli íslenskra hraun- og sprengigosa ásamt áhrifum þeirra á samfélag, umhverfi og veðurfar.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

18.10.2022
Expired!

Tími

16:30 - 18:00

The event is finished.

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content