Drifðu þig út

Þriðjudaginn 27. maí kl. 16:30 heldur Páll Ásgeir Ásgeirsson fyrirlestur í Hæðargarði 31 sem mun bera yfirskriftina: Drífðu þig út. Þar verður fjallað um jákvæð áhrif útivistar á sál og líkama, farið í gegnum nokkur grundvallaratriði varðandi búnað og fatnað til útivistar og reynt að nálgast viðfangsefnið frá ýmsum hliðum.
Páll Ásgeir mun varpa upp ýmsum hugmyndum um útivistartækifæri í nágrenni Reykjavíkur og víðar og sýna myndir og glærur máli sínu til stuðnings.
Páll Ásgeir Ásgeirsson er fæddur 1956. Hann hefur gefið út fjölmargar leiðsögubækur um Ísland þar sem fólki er sagt til vegar í samræmi við ólíka ferðamáta. Margir þekkja bækur eins og 171 Ísland-áfangastaðir í alfaraleið eða Hálendishandbókina eða Bill og bakpoki sem kom út enn á ný í vor í stækkaðri útgáfu. Páll Ásgeir hefur einnig skrifað bækur um Hornstrandir og gönguleiðir á hálendi Islands. Hann hefur fengist við leiðsögn innlendra og erlendra ferðamanna að meginstarfi frá 2007, gengið um eyðibyggðir, stjórnað hópaverkefnum fyrir Ferðafélag Íslands og setið lengi í stjórn þess félags.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 27.05.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Páll Ásgeir Ásgeirssonleiðsögumaður og rithöfundur
Næsti viðburður
- FERÐ TIL FÆREYJA VORIÐ 2025 – UPPBÓKAÐ
-
Dagur
- 02 jún 2025