Draugar fortíðar: Kynþáttafordómar og Ísland í samtengdum heimi
Þriðjudaginn 25. apríl flytur Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði erindi sem hún nefnir: Draugar fortíðar: Kynþáttafordómar og Ísland í samtengdum heimi.
Á undanförnum árum hafa kynþáttafordómar verið mikið til umræðu. Sú umræða snýst oft um hvað séu kynþáttafordómar í íslensku samhengi þar sem iðulega er lögð áhersla á sögulega einangrun landsins. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig kynþáttafordómar hafa birst sögulega á Íslandi og lögð áhersla á mikilvægi þess að skilja slíka fordóma út frá samtengdri sögu. Komið verður inn á hugtökin sýnileika og ósýnileika til að nálgast óuppgerða fortíð í samtímanum.
Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Kristín lauk doktorsnámi frá Arizona háskóla í Tucson, Arizona árið 2000. Kristín hefur verið í margs konar alþjóðlegu samstarfi og tekið þátt í og stýrt alþjóðlegum verkefnum. Rannsóknir hennar hafa m.a. snúið að fordómum, mótun þjóðernislegra sjálfsmynda og nýlenduhyggju. Á þessu ári koma út bækurnar Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu (Sögufélagið, 2023), og Creating Europe from the Margins (Routlege 2023) sem Kristin ristýrir ásamt öðrum.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 25.04.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Kristín Loftsdóttirmannfræðingur
Næsti viðburður
- Heimsókn í Lyfjafræðistofnun og Ráðagerði
-
Dagur
- 23 sep 2024
-
Tími
- 11:00