Desember viðburður menningarhóps

Heimsókn í Landakotskirkju

Þann 8. desember kl. 11:00 stefnir menningarhópur á heimsókn í Landakotskirkju. Þar tekur annar presta kirkjunnar á móti okkur, sýnir okkur kirkjuna og þau listaverk sem þar eru. Síðan fáum við að heyra ágrip af sögu kirkjunnar og presturinn mun einnig fjalla um eitthvað af þeim mun sem er á kaþólskum og evangelísk-lúterskum kirkjusiðum (íslenska þjóðkirkjan).

Ekki er tekið gjald fyrir þessa kynningu en hugsanlega er baukur á staðnum þar sem hægt er að leggja eitthvað af mörkum til kirkjunnar í þakklætisskyni.

Eftir kirkjuheimsókn getum við gengið eða keyrt niður að Hótel Borg og þar bíður okkar fiskur dagsins fyrir kr. 3.200. Þeir sem vilja kaupa drykki, eftirrétti eða annað, panta það og greiða sjálfir.

Vinsamlegast bókið sem fyrst svo við getum látið vita um fjölda. Við biðjum ykkur einnig að greiða um leið og þið skráið ykkur. Greiðslan gildir sem staðfesting á bókun.

Greiðið inn á reikning U3A Reykjavík

301-26-011864.

Kt: 430412-0430

Með bestu kveðju frá stýrihópi,

Ingibjörg Ásgeirsdóttir

Landakotskirkja

Staðsetning

Landakotskirkja

Dagur

08.12.2023
Expired!

Tími

11:00
Uppbókað!

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content