Heimsókn menningarhóps á Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Heimsókn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur 2. maí
Meningarhópur ætlar nú í heimsókn á Ljósmyndasfn Reykjavíkur 2. maí kl. 14:00. Vegna veðurs og veikinda féll heimsóknin niður í janúar en nú með hækkandi sól er ekkert sem hindrar okkur.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er í Grófarhúsi á 6. hæð. (sami inngangur og í Borgarbókasanið) Þar tekur starfsmaður safnsins á móti okkur með kynningu á gömlum ljósmyndum úr safnkosti safnsins.
Menningarkortshafar fá ókeypis aðgang að safninu. Aðgangseyrir á safnið 1.310.- kr. sem greiðist á staðnum. Bent skal á að menningarkort fyrir 67+ kostar 2.350 og veitir aðgang að öllum söfnum borgarinnar.
Eftir heimsókn á safnið setjumst við inn á Hressó í Austurstræti og eigum saman stund fyrir spjall og samveru. Þar greiðir einnig hver fyrir sig.
Vinsamlegast bókið fyrir 28. apríl svo við getum látið vita um fjölda á safninu og kaffihúsinu með fyrirvara.
Með bestu kveðju frá stýrihópi,
Birna Sigurjónsdóttir
Staðsetning
Dagur
- 02.05.2024
- Expired!
Tími
- 14:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Haustferð U3A félaga til Istanbul, Konya, Efesus og Kappadokíu
-
Dagur
- 15 sep 2024