Borgríkið, Reykjavík sem framtíð þjóðar – Magnús Skjöld

Borgríkið. Reykjavík sem framtíð þjóðar nefnist bók Magnúsar Skjöld sem Háskólinn á Bifröst gaf nýverið út. Í bókinni fjallar Magnús um höfuðborgarsvæðið frá ýmsum hliðum og setur í samhengi við borgir og hlutverk þeirra.

Hvers konar borg er Reykjavík? Hvaða áhrif hefur hún haft á sögu og sjálfsmynd þeirrar þjóðar sem byggir þetta land? Hvert er aðdráttarafl hennar og hvernig er hún í samanburði við aðrar borgir? Hver gæti framtíð hennar orðið? Er Ísland borgríki úr því 8 af hverjum 10 Íslendingum búa á borgarsvæði Reykjavíkur? Er nokkurs staðar verra veður en í Reykjavík? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem tekist er á við í bókinni.

Magnús Skjöld er dósent við Háskólann á Bifröst. Hann er doktor í stjórnmálafræði og með meistaragráður í alþjóða- og þróunarhagfræði og Evrópufræði. Magnús hefur stundað rannsóknir á borgum og sveitarfélögum um nokkurt skeið. Hann hefur setið í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Landsnefndar UN Women á Íslandi og Women Power Africa og var þingmaður Reykvíkinga 1998-1999. Árið 2018 starfaði Magnús sem pólitískur ráðgjafi borgaralegs sendifulltrúa NATO í Kabul í Afghanistan.

Fyrirlestrinum er streymt á netinu.

Vefstreymi

Staðsetning

Vefstreymi

Dagur

20.10.2020
Expired!

Tími

16:30 - 18:00

The event is finished.

Fyrirlesari

  • Magnús Skjöld
    Magnús Skjöld
    doktor í stjórnmálafræði

    Magnús Skjöld er dósent við Háskólann á Bifröst. Hann er doktor í stjórnmálafræði og með meistaragráður í alþjóða- og þróunarhagfræði og Evrópufræði. Magnús hefur stundað rannsóknir á borgum og sveitarfélögum um nokkurt skeið. Hann hefur setið í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Landsnefndar UN Women á Íslandi og Women Power Africa og var þingmaður Reykvíkinga 1998-1999. Árið 2018 starfaði Magnús sem pólitískur ráðgjafi borgaralegs sendifulltrúa NATO í Kabul í Afghanistan.

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content