Binding kolefnis í bergi með Carbfix aðferðinni

Fyrirlesari er Sigurður Reynir Gíslason rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands og fjallar hann um Carbfix verkefnið, upphaf þess og þróun og nýjustu framvindu. Hann er fyrrverandi forseti Evrópusambands jarðefnafræðinga, og einn stofnanda og forsvarsmanna CarbFix verkefnisins. Hann er handhafi Patterson-veðlauna Bandarísku jarðefnafræðisamtakanna 2018 fyrir tímamótarannsóknir í jarðefnafræði. Forseti Íslands sæmdi hann heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu 1. janúar 2020 fyrir framlag hans til jarðvísinda.

 

Kolefnisbinding er nauðsynleg til þess að ná loftslagsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Carbfix-aðferðin er tæknilausn sem bindur koltvíoxíð varanlega í bergi á innan við tveimur árum.

Mikilvægasta verkefni þessarar aldar er að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) og farga því sem er nú þegar komið út í andrúmsloftið til að hægja á loftslagsbreytingum. Koltvíoxíð hækka hita á jörðinni, hraða bráðnun jökla sem leiðir til hækkunar sjávarborðs, sýrir sjó, og leiðir til meiri öfga í veðurfari. Aðferðir náttúrunnar til að binda CO2 eru margvíslegar. Tré og gróður binda CO2 með ljóstillífun, en miklu meira af CO2 er bundið í steindum  við veðrun bergs. Vísindafólki Carbfix hefur tekist að hraða þessu náttúrulega ferli kolefnisbindingar. Carbfix leysir CO2 í vatni og dælir niður í berglög þar sem það breytist í steindir. Það „steinrennur“.

Krækjur á viðtöl við Sigurð Reyni á íslensku eru neðst undir þessari krækju á heimasíðu hans.

https://www.sigurdur-gislason.com/videos

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

28.09.2021
Expired!

Tími

16:30 - 18:00

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content