Áskoranir mannaldar og mannleg fræði

Gísli Pálsson, mannfræðingur spjallar við okkur um Áskoranir mannaldar og mannleg fræði.

Gísli mun fjalla um tvær bóka sinna sem voru að koma út og fjalla um skyld efni, umhverfisvanda samtímans og rætur hans. Önnur er The Human Age: How we created the Anthropocene epoch and caused the climate crisis, sem gefin er út í London, og hin nefnist Fuglinn sem gat ekki flogið, gefin út af Máli og menningu. Hann mun greina frá því sem rak hann til að skrifa þessi verk, áherslur og glímunni við efnið. Báðar bækurnar fjalla um vanda mannaldar (Anthropocene), sem einkennist af róttækum áhrifum mannkyns á plánetuna jörð. The Human Age beinir sjónum að plánetunni en Fuglinn rekur örlög geirfuglsins og eltingarleikinn við síðustu fuglana hér við land.

Gísli Pálsson er mannfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað við Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir víða um heim og látið til sín taka á mörgum sviðum, meðal annars á sviði umhverfismála. Meðal bóka hans er Maðurinn sem stal sjálfum sér: Hans Jónatan. Ensk útgáfa þeirrar bókar vann til verðlauna í Bandaríkjunum.

Vegna aðstæðna komast aðeins 20 manns að í salnum en fyrirlestri Gísla verður streymt til félagsmanna.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

06.10.2020
Expired!

Tími

16:30 - 18:00

The event is finished.

Fyrirlesari

  • Gísli Pálsson
    Gísli Pálsson
    mannfræðingur

    Gísli Pálsson er mannfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað við Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir víða um heim og látið til sín taka á mörgum sviðum, meðal annars á sviði umhverfismála.

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content