Aldursfordómar og heimspekilegar hliðar öldrunar
Aldursfordómar og heimspeki öldrunar er umfjöllunarefni Geirs Sigurðssonar heimspekings í fyrirlestri þann 25. október.
Sögulegar rannsóknir benda til þess að í evrópskum samfélögum fyrri tíma hafi jafnan verið tilhneiging til að hafa illan bifur á öldrun og líta eldri kynslóðir neikvæðum augum. Í kjölfar vísindabyltingarinnar og þeirrar tækni- og nútímahyggju (módernisma) sem henni fylgdu virðist þessi tilhneiging hafa ágerst mjög samhliða því að dýrkun á sér stað á öllu því sem er nýtt, ferskt og ungt – það tekur við sem „normið“ í samfélögum nútímans og heldur þeirri stöðu enn. Í þessum fyrirlestri verður fjallað stuttlega um þessa sögulegu þróun, vikið að birtingarmyndum aldursfordóma í samtímanum og hugað að sumum afleiðingum þeirra. Í því ljósi verða svo reifuð heimspekileg og siðferðileg sjónarhorn á ferli mannlegrar öldrunar, tekin dæmi úr heimspekisögunni og að lokum reynt að gera grein fyrir jákvæðari þáttum þess að eldast sem sjaldnast fá að heyrast í opinberri umræðu. Ef tími gefst til verða einnig sett fram nokkur dæmi úr kínverskri heimspeki sem gefa til kynna annars konar og – að mati fyrirlesara – „heilbrigðari“ sýn á mannlega öldrun.
Geir Sigurðsson er prófessor í kínverskum fræðum og heimspeki við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki við Hawaii-háskóla árið 2004 og setti námsleið kínverskra fræða á laggirnar við HÍ árið 2007. Rannsóknir Geirs snúast um bæði kínverska og vestræna heimspeki sem og samtalið þeirra á milli, einkum á sviði siðfræði, menntaheimspeki og lífsspeki. Hann er höfundur bókarinnar Confucian Propriety and Ritual Learning sem kom út hjá SUNY Press árið 2015 og þýðingar á Hernaðarlist Meistara Sun ásamt ítarlegum skýringum sem Háskólaútgáfan og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur gáfu út 2019. Heimspeki öldrunar er þvermenningarlegt rannsóknarefni sem hann hrinti nýlega úr vör og miðar að því að kortleggja ólíkar menningarlegar/heimspekilegar vangaveltur um öldrun, dauða en jafnframt hið góða líf.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 25.10.2022
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Geir Sigurðsson
Næsti viðburður
- Óskaland – leikhúsferð menningarhóps
-
Dagur
- 09 nóv 2024
-
Tími
- 20:00