Aðalfundur U3A Reykjavík 2020 var haldinn þriðjudaginn 1. september 2020 kl. 16:30 í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, sal á 2. hæð.
Fundurinn var boðaður með tölvupósti til allra félaga og á heimasíðu samtakanna 14. ágúst.
Dagskrá aðalfundar var boðuð samkvæmt samþykktum U3A:
• Setning fundar
• Kosning fundarstjóra og fundarritara
• Skýrsla stjórnar kynnt og umræður um hana
• Reikningar félagsins lagðir fram og bornir upp til samþykktar
• Umræður um starfið framundan
• Ákvörðun árgjalds
• Breytingar á samþykkt
• Kosning formanns, stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga ásamt einum til vara
• Önnur mál