Á eigin vegum – menningarhópur efnir til leikhúsheimsóknar
Október viðburður menningarhóps
Stefnt er að leikhúsferð til að sjá Á eigin vegum þann 22. október kl.19.00. Leikhúsmiðinn kostar fyrir okkur kr. 6.200. Við byrjum kl. 17.00 á Kringlukránni og borðum þar humarsúpu í forrétt og þorskhnakka í aðalrétt, leikhústilboð – kr. 5.890. Á Kringlukránni borgar hver fyrir sig.
Gestur okkar á Kringlukránni verður engin önnur en Kristín Steinsdóttir, höfundur Á eigin vegum. Hún ætlar að segja okkur frá tilurð bókarinnar, leikgerðinni o.fl. Svo borðar hún með okkur og þá getum við spurt og spjallað yfir borðum. Væntanlega hafa mörg ykkar þegar lesið þessa góðu bók Kristínar.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og greiðið leikhúsmiðann 6.200.- inn á reikning U3A svo við getum látið vita hve margir koma í leikhús og mat. Aðeins 20 miðar í boði – fyrstir koma fyrstir fá.
Kær kveðja,
Stýrihópurinn
U3A Reykjavík.
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.
Vinsamlegast merkið greiðsluna með kennitölu greiðanda.
Staðsetning
Dagur
- 22.10.2022
- Expired!
The event is finished.
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30