Viðburðir U3A Reykjavík í maí 2023

Viðburðir U3A Reykjavík í maí 2023

Við höldum áfram þriðjudagsviðburðum til 23. maí en þá er síðasti fyrirlestur á þriðjudegi, vorferðirnar marka svo lok starfsársins 2022-2023. Sumarhlé tekur við í júní, júlí og ágúst og þráðurinn síðan tekinn upp með félagsfundi í byrjun september.

Eftirfarandi viðburðir eru á dagskrá í maí:

2. maí kl. 16:30 kemur Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH ohf. til okkar í Hæðargarð 31 og kynnir stöðu dagsins á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut.

9. maí kl. 16:30 kemur Páll Einarsson, professor emeritus til okkar í Hæðargarðinn. Að þessu sinni flytur hann fyrirlestur sinn á ensku, ástæðan er að gestir á fundinum eru skiptinemar frá UPUA í háskólanum í Alicante. Þeir eru hér í heimsókn í viku og U3A Reykjavík tekur á móti þeim og skipuleggur fræðsluprógramm fyrir þá. Við viljum einnig kynna fyrir þeim starfsemi okkar, þar á meðal þriðjudagsfyrirlestur. Fyrirlestur Páls er að sjálfsögðu einnig ætlaður félögum U3A Reykjavík. Páll nefnir fyrirlestur sinn:The volcanic and seismic activity of Iceland, a hotspot on a plate boundary.

16. maí kl. 16:30 kemur Guðríður Helgadóttir (Gurrý) á fund okkar í Hæðargarðinn. Hún er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins, og jafnframt líffræðingur frá Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnir hún: Vor í bæ – ræktað af lífi og sál.

23. maí kl. 16:30 fáum við fyrirlestur um netsvindl sem gjarnan beinist að eldri borgurum. (Gísli) Jökull Gíslason hjá Lögreglunni ætlar að fjalla um þetta efni.

24. maí verður farin vorferð menningarhóps til Vestmannaeyja. Uppbókað er í ferðina.

7. júní verður farin vorferð U3A Reykjavík sem að þessu sinni er: Ullarævintýri á Suðurlandi, Lagt verður af stað frá Hæðargarði kl. 9:00 miðvikudaginn 7. júní og áætluð heimkoma er kl. 17:30. Hægt er að skrá sig í ferðina hér: https://u3a.is/vidburdir/ullaraevintyrir-vorferd-u3a-reykjavik-7-juni/

Allir viðburðir verða auglýstir með góðum fyrirvara á heimasíðunni og í tölvupósti til félagsmanna. Fylgist með og takið þátt er hvatningin til allra félagsmanna.

 

Scroll to Top
Skip to content