Ullarævintýri – vorferð U3A Reykjavík 7. júní
Ullarævintýri á Suðurlandi 7. júní
Að þessu sinni verður farið í tvær vorferðir á vegum U3A Reykjavík. Síðari ferðin verður farin 7. júní og er: Ullarævintýri á Suðurlandi, verð 15.900. Lagt verður af stað frá Hæðargarði kl. 9:00 miðvikudaginn 7. júní og áætluð heimkoma er kl. 17:30.
Dagskrá:
Komið við hjá Guðrúnu í hespuhúsinu, kaffi og heimabakað, kynning á náttúrulegri litun ullarinnar.
Farið í Uppspuna þar sem við fáum kynningu á þeirra framleiðslu og heimsækjum búðina á efri hæðinni.
Um hádegisbil rennum við til Hestheima og fáum þar léttan hádegisverð, mögulegt er að panta vín með matnum (ekki innifalið).
Eftir hádegið er komið við á Hárlaugsstöðum þar sem spunasystur taka á móti okkur, þær eru með ýmislegt á prjónunum, eru að spinna ullina og bjóða upp á garn af forystufé og feldfé. Mjög skemmtileg heimsókn.
Að lokum er komið í Þingborg sem verður fallegri með hverju árinu. Úrvalið er mikið bæði af garni og uppskriftum.
Verðið er 15.900 kr. – auk rútunnar er hádegismatur og kynningar innfalið í verðinu.
Vinsamlegast greiðið um leið og þið skráið ykkur. Greiðsla gildir sem staðfesting á þátttöku.
U3A Reykjavík
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864
Með bestu kveðju frá stjórn U3A Reykjavík.
Dagur
- 07.06.2023
- Expired!
The event is finished.
Næsti viðburður
- Umhverfisvænni byggingar
-
Dagur
- 05 nóv 2024
-
Tími
- 16:30