Vel heppnuð vorhátíð með Chagall

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp
Marc Chagall, grænar kýr. Vorhátíð u3a.is

Vorhátíð U3A Reykjavík var haldin 14. maí sl. í sal veitingastaðarins Nauthóls.

Um 40 manns nutu veitinga og hlustuðu á erindi Jóns Björnssonar um listmálarann Marc Chagall sem hann nefndi: Grænar kýr á flugi.

Stöllurnar Helga A. Jónsdóttir, flautuleikari og Jóhanna Halldórsdóttir, altsöngkona fluttu síðan tóndagskrá þar sem þær léku sér með tvö laglínuhljóðfæri, röddina og flautuna.

Glaðir gestir héldu út í sumarið.

Scroll to Top
Skip to content