Aðalfundur 19. mars 2019, fundargerð

Aðalfundur U3A.is 2019.

Aðalfundur U3A Reykjavík 2019 var haldinn þriðjudaginn 19.mars 2019 kl. 16:30 í Hæðargarði 31.

Dagskrá aðalfundar:
1.
Setning fundar
Formaður Hans Guðmundsson setti fundinn og bauð gesti velkomna.

2.
Kosning fundarstjóra og fundarritara. Formaður lagði til að Lilja Ólafsdóttir stýrði fundi og Dagrún Þórðardóttir ritaði fundargerð. Tillagan var samþykkt og fundarstjóri tók við stjórn fundarins.

3.
Skýrsla stjórnar kynnt og umræður um hana.
Formaður kynnti skýrslu stjórnar og stiklaði á stóru um hið fjölbreytta starf félagsins.
Skýrslan hefur verið send félögum og birt á vefsíðu.
Umræður um skýrslu eru undir lið 5.

4.
Reikningar félagsins lagðir fram og bornir upp til samþykktar. Gjaldkeri, Jón Ragnar Höskuldsson, kynnti reikninga samtakanna og lagði fram í þrennu lagi:
Ársreikningur U3A Reykjavík 2018, ársreikningur Vöruhúss tækifæranna 2018 og uppgjör Catch the BALL verkefnisins.
Reikningarnir voru samþykktir einróma.

5.
Umræður um starfið framundan
Rætt var um starfið framundan.
Elísabet Jónsdóttir sagði frá góðri reynslu af kaffihittingnum, sem væri góð leið til að kynnast fólki.
Hittingurinn hefur verið á Nauthól og Kaffi Flóru og er mikil ánægja með hann. Mæting hefur samt verið
mismikil.
Þá voru umræður um starfið.
Ásdís Skúladóttir taldi að áhugavert væri að fá upplýsingar um frá hvaða starfsvettvangi fólk komi, sem er í U3A. Hans sagði það mögulegt en þá þyrfti einhver að vinna úr upplýsingum sem eru skráðar þegar menn gerast félagar í U3A Reykjavík.
Lilja Ólafsdóttir bauð sig fram í að vinna úr þeim.

6.
Ákvörðun árgjalds.
Stjórn leggur til að árgjald verði óbreytt, 1.500 kr. fyrir árið 2019. Tillagan var samþykkt einróma.

7.
Breytingar á samþykktum.
Engar breytingartillögur lágu fyrir fundinum.

8.
Kosning formanns, stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga ásamt einum til vara.
Kosning formanns:
Fyrst var gengið til kosningu formanns.
Núverandi formaður Hans Kristján Guðmundsson hefur lokið fjórða formannsári sínu á undanþágu aðalfundar 2018 frá reglu samþykktar U3A Reykjavík, þar sem kveðið er á um hámark þrjú eins árs kjörtímabil í röð. Hann er því ekki kjörgengur í það embætti. Stjórn U3A lagði til að Birna Sigurjónsdóttir, núverandi varaformaður, verði kjörinn formaður U3A til eins árs. Fleiri gáfu ekki kost á sér. Fráfarandi formaður Hans Guðmundsson kynnti Birnu í stuttu máli og að því loknu bar fundarstjóri hana upp til formanns og var hún samþykkt einróma.

Kosning stjórnar:
Tveggja ára umboði þriggja stjórnarmanna, Dagrúnar Þórðardóttur og Maríu Ragnarsdóttur er lokið og hætta þær báðar í stjórninni. Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir hefur setið tvö tveggja ára kjörtímabil og getur ekki setið fleiri samkvæmt samþykkt U3A Reykjavík.
Birna Bjarnadóttir og Jón Ragnar Höskuldsson eru á öðru ári tveggja ára kjörtímabil og sitja því áfram í stjórn.

Tillaga stjórnar um stjórnarmenn með umboð til næstu tveggja ára er að Hans Kristjáni Guðmundssyni, Jóni Benedikt Björnssyni, Ingibjörgu Ásgeirsdóttur og Veru Snæhólm verði veitt umboð til stjórnarsetu næstu tvö árin. Birna Sigurjónsdóttir nýkjörinn formaður kynnti þau þrjú síast nefndu.
Fundarstjóri bar síðan kjör þeirra í stjórn upp í til samþykktar. Var það samþykkt einróma,

Höskuldur Frímannsson, sem verið hefur skoðunarmaður reikninga frá því að U3A Reykjavík var stofnað 2012, gefur ekki kost á sér áfram.
Fráfarandi formaður þakkaði Höskuldi starf hans í þágu samtakanna. Þá lagði formaður til fyrir hönd stjórnar að Lilja Ólafsdóttir, sem einnig hefur verið skoðunarmaður frá upphafi og Gylfi Þór Einarsson, núverandi skoðunarmaður til vara, verði kjörnir skoðunarmenn reikninga og Þórleifur Jónsson, skoðunarmaður til vara. Var það samþykkt einróma.
Fráfarandi formaður Hans Guðmundsson þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum gott samstarf og afhenti þeim blóm. Eins var Elísabetu Jónsdóttur og Ásdísi Skúladóttur þakkað með blómum fyrir þeirra starf í þágu samtakanna,
Elísabetur fyrir umsjón með kaffihittingi og Ásdísi fyrir að leiða bókmenntahóp U3A.

Nýkjörinn formaður Birna Sigurjónsdóttir, þakkaði fyrir hönd stjórnarinnar fráfarandi formanni fyrir hans ötula starf og umhyggju sem hann hefur sýnt og afhenti honum bók og blóm.

Skoðaðu nánar samþykkt félagsins.

Scroll to Top
Skip to content