U3A félagar heimsækja Viðey

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp

Síðastliðinn laugardag heimsóttu 18 félagar U3A Reykjavík Viðey og nutu leiðsagnar um merkilega sögu staðarins og náttúru. Sest var niður í kirkjunni og hlýtt á frásögn af staðnum um búsetu höfðingja og byggingarsögu staðarins. Í eyjunni  var á árum áður mikið kúabú og ræktun og austast á eyjunni mikil útgerð í upphafi 20. aldar. Þangað gekk hópurinn og skoðaði skólahúsið  en þar er sýning frá þeim tíma sem þorpið stóð í kringum höfn og fiskvinnslu.

Við settumst svo í kaffi í Viðeyjarstofu

og nokkrir gengu að friðarsúlu Johns

Lennon.

Scroll to Top Skip to content