Hjördís Hendriksdóttir nýr formaður U3A Reykjavík og Birna Sigurjónsdóttir fráfarandi formaður tóku þátt í ráðstefnu AIUTA, alþjóðasamtaka U3A félaga sem haldin var í Pamukkale í Tyrklandi dagana 26.-27. maí 2023. Á fundi stjórnar samtakanna kynntu gestir starfsemi U3A hver frá sínu landi eða svæði, Íslandi þar á meðal. Aðalþemun á ráðstefnunni voru: Senior tourism og senior housing. Á ráðstefnunni voru stærstu hóparnir frá Toulouse í Frakklandi og frá Bratislava í Slóvakíu, einnig voru fulltrúar frá U3A félögum í Líbanon, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Senegal, Kongó og Kína. Kynnt var bókin: A dictionary of Education for the Elderly, ritstjórar Ye Ruixiang og Chen Xianzhe og fengu þáttakendur afhent eintak að gjöf. Dagana fyrir og eftir ráðstefnuna var farið í skoðunarferðir og skoðaðar merkar fornminjar á svæðinu, m.a. fornu borgirnar Hieropolis og Tripolis.