Viðburðir U3A Reykjavík í júníbyrjun

Nú þegar sumar er á næsta leiti lýkur viðburðaríku starfsári hjá U3A Reykjavík. Í fyrstu viku júní eru síðustu viðburðirnir á dagskrá. Þeir eru:

  • 1. júní kl. 16:30 verður kynning á tveimur ferðahugmyndum í Hæðargarði 31. Það eru félagarnir Jón Björnsson og Þorleifur Friðriksson sem kynna annars vegar ferð á Gyðingaslóðir og hins vegar ferð til istanbul.
  • 3. júní skipuleggur menningarhópur heimsókn í Óperubíó þar sem sýnd er Töfraflautan eftir Mozart. Sýningin er frá Metropolitan óperunni og sýnd í Kringlubíó.
  • 7. júní verður farin vorferð U3A Reykjavík: Ullarævintýri á Suðurlandi, heimsóttir verða nokkrir staðir á Suðurlandi þar sem unnið er með íslensku ullina.

Allir viðburðir eru auglýstir á heimasíðu og þar er hægt að skrá sig. Félagar fá einnig sendan tölvupóst þar sem viðburðurinn er kynntur og þeir skrá sig.

Bestu óskir um gott og gleðilegt sumar.

Starf U3A Reykjavík hefst aftur í haust með félagsfundi 5. september.

Með kveðju

Stjórn U3A Reykjavík

Scroll to Top
Skip to content