Stjórn 2017 – 2018 (Frá vinstri: Hrafnhildur, Hólmfríður, Jón Ragnar, María, Dagrún, Hans og Ingibjörg )
Stjórn U3A Reykjavík er skipuð sjö mönnum. Formaður er kosinn sérstaklega á aðalfundi ár hvert og má sitja í þrjú ár. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára og geta setið að hámarki tvö kjörtímabil. Stjórnarmenn eru:
Hans Kristján Guðmundsson, formaður er með doktorsgráðu í eðlisverkfræði frá KTH í Stokkhólmi. Hann hefur unnið að vísinda- og nýsköpunarmálum alla tíð, m.a. við Háskóla Íslands, Iðntæknistofnun, sem vísindafulltrúi hjá EFTA og Sendiráði Íslands í Brussel, rektor NorFA í Osló, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) og forseti viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri.
María Ragnarsdóttir, varaformaður er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun frá Heilbrigiðsvísindasviði Háskóla Íslands. Hún var ein af þremur upphafsmönnum námsbrautar í sjúkraþjálfun í HÍ, lektor og formaður námsbrautainnar um tíma. Hún starfaði einnig á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og var fyrsti sjúkraþjálfarinn sem ráðinn var rannsóknasjúkraþjálfari. Þá hefur María unnið að nýsköpun með þróun tveggja mælitækja fyrir sjúkraþjálfun sem hafa bæði unnið til uppfinningaverðlauna. Hún er heiðursfélagi í Félagi sjúkraþjálfara og stofnfélagi í KVENN félagi kvenna í nýsköpun.
Jón Ragnar Höskuldsson, gjaldkeri starfar við hönnun og forritun upplýsingakerfa.
Hólmfríður Tómasdóttir, meðstjórnandi er bókasafns- og upplýsingafræðingur að mennt og starfaði hjá Landsbóka- Háskólabókasafni áður en hún fór á eftirlaun.
Hrafnhildur Hreinsdóttir, vefstjóri er með meistaragráðu í upplýsingafræði, en hefur aðallega starfað við fræðslu- og mannauðsmál. Hún starfar núna hjá Félagi löggiltra endurskoðenda. Hrafnhildur hefur umsjón með vef U3A.
Dagrún Þórðardóttir, meðstjórnandi er viðskiptafræðingur frá HÍ og með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla. Starfaði sem skrifstofustjóri hjá Vinnueftirlitinu áður en hún lét af störfum.
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, meðstjórnandi starfaði sem stjórnandi á Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar áður en hún lét af störfum. Ingibjörg er bachleor gráðu í landfræði og mastersgráður í skipulagsfræðum og í mannauðsstjórnun. Hún hefur starfað að félagsmálum og m.a. verið formaður félags sem styður við menntun stúlkna í Kampala, Uganda. Ingibjörg er fyrrverandi formaður U3A Reykjavík.