Skiptinemar frá UPUA í háskólanum í Alicante.

Skiptinemar hafa nú haldið til síns heima. Mikil ánægja var með skipulag og árangur heimsóknarinnar bæði hjá gestum og undirbúningshópi. Hans Kristján Guðmundsson setti upp dagskrána og stýrði heimsókninni, bauð gestum heim og átti ásamt konu sinni Sólveigu Georgsdóttur stóran þátt í því hve vel tókst til. Aðrir í undirbúningshóp voru: Auður Leifsdóttir, Birgir Jónsson, Birna Sigurjónssdóttir, Birna Halldórsdóttir, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir og Vigdís Pálsdóttir sem myndaði alla heimsóknina.

Á laugardag var Árbæjarsafnið í Reykjavík heimsótt en gönguferð um Elliðaárdalinn féll niður vegna veðurs. Hópurinn átti síðan frjálsan dag og heimsóttu m.a. Perluna í Öskjuhlíð og sýninguna sem þar er uppi. Um kvöldið sáu þau sýninguna: “How to become Icelandic in 60 minutes” í Hörpu, tónlistarhúsinu við höfnina.

Föstudaginn var farið í heimsókn í Háskólann á Bifröst þar sem nemarnir nutu fræðslu rektors Margrétar Njarðvík. Þaðan var haldið í Reykholt og Snorrastofa heimsótt þar sem nemarnir fengu fyrirlestur um miðaldasögu og verk Snorra Sturlusonar. Á heimleið var ekið um Þingvelli, Leiðsögn í ferðinni veitti Birgir Jónsson.

Heimsokn í Vesturbæjarlaug var fyrst á dagskrá fjórða dagsins. Þangað fóru þau í fylgd Vigdísar og Auðar úr undirbúningshópnum. Þaðan var haldið í heimsókn til Sólveigar og Hans þar sem boðið var upp á bröns. Eftir að hafa dvalið þar í g

óðu yfirlæti og notið veitinga var gengið í Hólavallakirkjugarð og gengin ein af

HeiM-leiðunum með leiðsögn  Ingibjargar.

Veðrið lék við hópinn eins og dagana á undan.

 

 

Þriðji heimsóknardagurin  byrjað með göngu í miðborg Reykjavíkur með leiðsögn Birnu Halldórsdóttir. Gengin var HeiM-gönguleiðin

Styttur í miðborginni í blíðviðri vorsins. Síðan var Þjóðminjasafnið heimsótt með leiðsögn. Eftir hádegi var tekið á móti hópnum í Decode Genetics. Þar kynnti dr. Páll Melsted starfsemi stofnunarinnar og sagði frá niðurstöðum nokkurra rannsókna.

Á öðrum degi skiptiheimsóknarinnar var Hellisheiðarvirkjun heimsótt og fræðst um græna orkuframleiðslu í einni stærstu jarðhitavirkjun í heimi. Í lok dags sóttu gestirnir þriðjudagsfyrirlestur í Hæðargarði á vegum U3A Reykjavík. Páll Einarsson, jarðfræðingur og prófessor emeritus flutti fyrirlesturinn: The volcanic and seismic activity of Iceland, a hotspot on a plate boundary.

Á fyrsta degi skiptinemanna var byrjað í Hæðargarði með kynningu á starfsemi U3A Reykjavík og erindi um íslenskt samfélag. Síðan var haldið í heimsókn á Alþingi þar sem við fengum leiðsögn og Katrín Jakobsdóttir , forsætisráðherrra var svo vinsamleg aað gefa sér tíma til myndatöku. Loks var haldið í Aðalstræti þar sem við fengum leiðsögn um Landnámssýninguna. Allt skipulag gekk upp og allir glaðir.

U3A Reykjavík tekur nú á móti skiptinemum frá UPUA í háskólanum í Alicante. Þeir eru hér í heimsókn 7.-14. maí og U3A skipuleggur fræðsluprógramm fyrir þá. Skiptinemarnir koma hingað með styrk frá Erasmus+ Mobility Program. Undirbúningshópur undir stjórn Hans Kristjáns Guðmundssonar hefur útbúið fjölbreytt fræðsluprógramm fyrir  gestina, m.a. verður Alþingi heimsótt, farið í Hellisheiðarvirkjun, gengnar gönguleiðir HeiM-verkefnisins og farið í dagsferð í Borgarfjörð með heimsókn og móttöku í Bifröst. Dagskráin uppfyllir lærdóms- og kennslufræðileg markmið skiptinemanna, auk þess sem hugað er að félagslegum markmiðum og rými fyrir frítíma.

U3A Reykjavík stefnir á að sækja um styrk til að geta sent eigin skiptinema í fræðsluheimsóknir á komandi ári.

Scroll to Top
Skip to content