Síðustu viku í ágúst sat stjórnarfólk U3A Reykjavík námskeið til að læra á forrit sem við notum til rafrænna samskipta við félagsmenn svo og tól og tæki sem tryggja að fundir, streymi og upptaka gangi snurðulaust fyrir sig. Við vonumst til að hljóðkerfi í Hæðargarði verði endurbætt í haust og hlökkum til að hitta félagsfólk á fyrirlestrum haustsins.
Námskeið fyrir stjórnarfólk U3A Reykjavík
