Menningahópur efndi til leikhúsheimsóknar 22. október sl. og sá sýninguna Á eigin vegum í Borgarleikhúsinu sem þar var sýnt fyrir fullu húsi. Hópurinn, 22 manns, hittist á Kringlukránni og borðaði saman fyrir sýninguna. Þar var með okkur höfundurinn Kristín Steinsdóttir og sagði okkur frá bókinni sem leikritið er gert eftir og frá Sigþrúði, aðalpersónunni sem fylgdi henni í tvö ár meðan hún var að skrifa söguna.
Það er óhætt að mæla með sýningunni þar sem notuð er ný tækni til að koma sögunni til skila.