15
ágúst

Sumarkveðja frá stjórn U3A Reykjavík

Nú er enn  einu viðburðaríku starfsári á vegum U3A Reykjavík lokið og við það tækifæri sendir stjórnin öllum félagsmönnum kveðju og óskir um gott og gleðilegt sumar. Við tökum okkur nú sumarhlé í félagsstarfinu en hefjum starfið með félagsfundi 3. september og verður þar leitað eftir tillögum félagsmanna að efni fræðslufunda og viðburða á vetri komanda. Á þeim fundi verður til hugmyndalisti fyrir stjórn til að vinna eftir. ...

3
september
16:30
Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík

Félagsfundur U3A Reykjavík 3. september 2024

Vetrarstarf U3A Reykjavík hefst með félagsfundi í Hæðargarði 31 þriðjudaginn 3. september kl. 16:30. Á dagskrá er stutt kynning á starfsemi U3A Reykjavík. Síðan verða umræður í litlum hópum þar sem félagar leggja fram sínar hugmyndir um fyrirlestra og viðburði ...

Bláa moskan í Istanbul
15
september

Haustferð U3A félaga til Istanbul, Konya, Efesus og Kappadokíu Uppbókað

ÍÍ undirbúningi er ferð á vegum U3A Reykjavík til Istanbul, Efesus og Kappadokíu haustið 2024. Hópur félagsmanna fór til Istanbul, Ankara og Konya vorið 2024 og er haustferðin með aðeins breyttri dagskrá m.a. með hliðsjón af vorferðinni. Haustferðin verður farin 15.-27. september og enn eru nokkur sæti laus. ...

Engir viðburðir á döfinni!
Scroll to Top
Skip to content