Heimsóknir og ferðir

heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir eru stór hluti af upplifun félaga í U3A.is

Heimsóknir til áhugaverðra stofnana og fyrirtækja eru hefðbundinn liður í starfseminni. Þátttaka er almennt góð í þessum heimsóknum, afar vel tekið á móti hópnum og miklum fróðleik miðlað. Á síðasta starfsvetri, 2024-2025, heimsótti menningarhópur m.a. Hellisheiðarvirkjun, Seðlabankann og Ríkisútvarpið.

Ferðir á vegum U3A hafa einnig verið vinsælar.  Efnt var til Tyrklandsferðar í samstarfi við Söguferðir ehf. vorið 2024, sem síðan var endurtekin haustið 2024 vegna mikils áhuga félagsmanna.  Menningarhópurinn fór í kynnisferð til Færeyja vorið 2025 og í undirbúningi er ferð til borga við Eystrasaltið árið 2026.

Ertu með hugmynd að heimsókn/kynnisferð? Sendu þá póst á netfangið u3areykjavik@gmail.com.

Yfirlit yfir ferðir og heimsóknir er að finna hér.

Scroll to Top
Skip to content