Leiðir að menningararfi í Alicante, Reykjavík, Varsjá og Zagreb

Evrópska samstarfsverkefninu HeiM, Heritage in Motion, Leiðir að menningararfinum, er nú lokið. Teymi eldri fullorðinna í hverju samstarfslandanna hönnuðu leiðir að menningararfi hvert á sínu heimasvæði, að undangengnum námskeiðum um menningararf og túlkun hans og með nýtingu smáforritsins Wikiloc með snjallsíma til þess að rekja og vista eigin leiðir.

Leiðirnar eru nú allar aðgengilegar á Wikloc vefnum sem hægt er að opna með reitnum “Allar leiðirnar í Wikiloc” hér að neðan. Hönnuð var 21 leið, fimm í hverju landi nema sex á Spáni. Hver leið er tvöföld, aðgengileg bæði á ensku og á heimatungu hvers lands,

Á reitnum “Allar leiðarlýsingar” opnast vefsíða verkefnisins þar sem má hlaða niður og skoða lýsingar á öllum leiðunum á ensku. Hægt er einnig að sjá leiðarlýsingar á heimatungumálunum með því að skipta um tungumál í valslá vefsins. Enn fremur er hægt að fara um vefsíðuna og sjá þar ýmsan fróðleik um verkefnið og niðurstöður þess.

Með miðreitnum „Vegvísir um aðferðafræði“ má opna rafræna bók þar sem fjallað er um verkefnið, markmið þess og niðurstöður, Þar er að finna umfjöllun um nýstárlega kennslufræði eldri fullorðinna og nánari lýsingar á aðferðafræði við val og hönnun leiðanna að undangengnu námskeiði. Reiturinn gefur beina tengingu við íslenska útgáfu þessarar rafrænu bókar sem er gefin út á ensku og heimatungumálum allra samstarfslandanna.

Scroll to Top
Skip to content